Síminn bjargaði lífi tónleikagests

Lisa liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi eftir árásina.
Lisa liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi eftir árásina. Mynd/AFP

Farsími hefur væntanlega bjargað lífi Lisu Bridgett, konu frá Wales, sem var stödd í Manchester Arena-tónleikahöllinni á mánudagskvöld þegar hryðjuverkaárás átti sér stað. Hún slasaðist alvarlega þegar hún fékk í sig sprengjubrot og fór í aðgerð á þriðjudag. Sú staðreynd að hún var að tala í símann akkúrat þegar sprengingin varð hefur líklega komið í veg fyrir að hún lét lífið. BBC greinir frá.

Lisa missti meðal annars löngutöng vinstri handar þegar stálskrúfa úr sprengjunni lenti á henni. Skrúfan fór svo í gegnum símann, kinnina á Lisu og endaði í nefi hennar.

Sprengjubrot fór í gegnum síma Lisu og endaði í nefi …
Sprengjubrot fór í gegnum síma Lisu og endaði í nefi hennar. Mynd/Skjáskot

Steve Bridgett, eiginmaður Lisu, hefur setið við sjúkrabeð hennar og skrifar reglulega uppfærslur á Facebook um líðan hennar. Hann birti einnig mynd af farsímanum. „Þegar skrúfan lenti á símanum hefur hún líklega breytt um stefnu og það jafnframt hægt á henni,“ skrifaði Steve á Facebook. Hann er sannfærður um að síminn hafi bjargað lífi konu sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert