Tölvupóstur þingmanna í hættu

Um 9.000 tölvupósthólf eru geymd á vefþjónum breska þingsins.
Um 9.000 tölvupósthólf eru geymd á vefþjónum breska þingsins. AFP

Tölvuárás var í gær gerð á netþjóna sem geyma tölvupóst breska þingsins. Brugðist var við árásinni m.a. með því að loka fyrir aðgang að tölvupósti þingmanna og fleiri starfsmanna þingsins.

Þetta kemur fram í frétt Sky.

Tölvusérfræðingar breska þingsins segja að búið sé að stöðva árásina og verið sé að meta umfang hennar. Við fyrstu sýn er talið að árásin hafi náð til innan við 1% af þeim 9.000 tölvupósthólfum sem geymd eru á netþjónum þingsins. Þegar er búið að staðfesta innbrot í 24 pósthólf. Ekki er vitað hverjum þau tilheyrðu en ljóst er að tölvupóstur ráðherra, þingmanna og aðstoðarfólks þeirra var geymdur á netþjónunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert