Styttur fjarlægðar í skjóli nætur

Styttan fjarlægð.
Styttan fjarlægð. AFP

Minnismerki um Suðurríkin voru fjarlægð síðastliðna nótt í borginni Baltimore í Maryland-ríki í Bandaríkjunum og fleiri bandarískum borgum. Ein af styttunum sem fjarlægðar voru í Baltimore sýnir tvo hershöfðingja Suðurríkjanna, Robert E. Lee og Thomas "Stonewall“ Jackson.

Mikil krafa hefur verið uppi að undanförnu í Bandaríkjunum um að slík minnismerki um Suðurríkin verði fjarlægð. Einkum eftir átökin um síðustu helgi í Charlottesville í Virginíu-ríki þar sem hvítum kynþáttahöturum, sem mótmælti áformum um að fjarlægja styttu af Lee í borginni, laust saman við fólk sem mótmælti samkomu þeirra.

Suðurríkjasambandið var stofnað þegar sjö og síðan ellefu ríki Bandaríkjanna í suðurhluta þess sögðu skilið við þau. Borgarastyrjöld Bandaríkjanna hófst í kjölfarið með gríðarlegu mannfalli og sem lauk með ósigri Suðurríkjanna árið 1865. Flest minnismerkkanna sýna hermenn og hershöfðingja Suðurríkjanna og voru sett upp á fyrrihluta síðustu aldar.

Fjölmargir hafa orðið til þess að fordæma ofbeldið í Charlottesville og framgöngu kynþáttahataranna sem kostaði konu lífið þegar ökumaður úr þeirra röðum bakkaði á hana og fleiri í hópi þeirra sem mótmæltu kynþáttahöturunum á bifreið sinni. Meðal þeirra eru feðgarnir og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna George H. W. Bush og George W. Bush.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert