Samstarf gegn áróðri öfgamanna

Marco Minniti á blaðamannfundi á ráðstefnunni sem fer fram á …
Marco Minniti á blaðamannfundi á ráðstefnunni sem fer fram á Ítalíu. AFP

Ráðamenn G7-ríkjanna og tæknirisar á borð við Google, Facebook og Twitter hafa ákveðið að starfa saman við að koma í veg fyrir að áróðri frá öfgafullum íslamstrúarmönnum verði dreift á netinu.

„Þetta eru fyrstu skrefin í átt að auknu samstarfi í nafni frelsisins,“ sagði Marco Minniti, innanríkisráðherra Ítalíu á tveggja daga ráðstefnu innanríkisráðherra G7-ríkjanna og fulltrúa Evrópusambandsins.

Minniti lagði áherslu á hversu mikilvægt netið hefur verið fyrir öfgamenn við að fá fólk til að ganga til liðs við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert