Hjuggu höfuðið af manni og skáru úr honum hjartað

Miguel Angel Lopez-Abrego, einn liðsmanna MS-13, hefur verið handtekinn og …
Miguel Angel Lopez-Abrego, einn liðsmanna MS-13, hefur verið handtekinn og kærður fyrir morð. Ljósmynd/ Lögreglan í Montogmery

Liðsmenn í glæpagenginu MS-13, stungu mann  100 sinnum, hjuggu af honum höfuðið og skáru hjartað úr brjósti hans. Atburðurinn átti sér stað á útivistasvæði í Wheaton, Maryland, sem er í nágrenni Washington.

Lögregla í borginni segir 10 liðsmenn MS-13, sem er glæpagengi með rætur í El Salvador, hafa notað talstöðvar til að hafa samskipti sín á milli er þeir nálguðust fórnarlamb sitt.

Hafði hjartað verið skorið úr fórnarlambinu og hent ofan í gröfina að því er segir í dómsskjölum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur áður heitið því að uppræta glæpagengið.

Einn hinna grunuðu, hinn 19 ára gamli Miguel Angel Lopez-Abrego, kom fyrir dómstóla í gær og var ákærður fyrir morð. Hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði í Norður-Karólínuríki og framseldur til yfirvalda í Montgomery sýslu í Maryland.

Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á fórnarlambið, sem …
Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á fórnarlambið, sem klæddist þessar peysu er það var grafið. Ljósmynd/Lögreglan í Montgomery

Washington Post segir morðið hafa verið framið snemma síðasta vor, en að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en henni barst ábending frá uppljóstrara um málið. Líki fannst svo  með aðstoð uppljóstrarans á útivistarsvæðinu Wheaton Regional Park í byrjun september.

Segja lögregluyfirvöld að búið hafi verið að grafa gröf fyrir fórnarlambið áður en morðið var framið, en að ekki er vitað hverjar ástæður morðsins voru. Þá er enn verið að reyna að bera kennsla á fórnarlambið, sem er talinn vera karlmaður af rómönskum uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert