Jafnaðarmenn opnir fyrir samstarfi

Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna.
Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna. AFP

Þýskir jafnaðarmenn lýstu því yfir í dag að þeir væru reiðubúnir til þess að hefja viðræður við Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel kanslara, um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með það fyrir augum að binda enda á stjórnarkreppuna í landinu.

Þetta kemur fram í frétt AFP en yfirlýsingin er niðurstaða átta klukkutíma fundar innan Jafnaðarmannaflokksins sem stýrt var af leiðtoga hans Martin Schulz. Flokkarnir tveir störfuðu áður saman í fráfarandi ríkisstjórn Þýskalands. 

Jafnaðarmenn höfðu áður sagt að slíkt samstarf kæmi ekki til greina í ljósi slæms gengis flokks þeirra í þingkosningunum í lok september. Kristilegir demókratar reyndu að mynda stjórn með Frjálslyndum og Græningjum en án árangurs.

Merkel stendur frammi fyrir fáum möguleikum öðrum en nýjum kosningum. Samstarf við Jafnaðarmannaflokkinn er einn þeirra en það gæti orðið henni dýrkeypt þegar kemur að stefnumálunum. Nýjar kosningar gætu þó verið verri kostur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert