Bílstjóri grunaður um morðið

Rebecca Dykes.
Rebecca Dykes. AFP

Lögreglan í Líbanon hefur handtekið einn bílstjóra leigubílaþjónustunnar Uber. Handtakan er í tengslum við morðið á Re­becca Dyk­es sem fannst látin á laugardagskvöld.

Dykes, sem var þrítug, starfaði í sendi­ráði Breta í Beirút. Sérsveitarmaður líbönsku lögreglunnar sagði BBC  að handtekni maðurinn væri 35 ára og hefði áður hlotið ýmsa dóma.

Talið er fullvíst að Dykes hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og kyrkt en gert er ráð fyrir því að maðurinn verður ákærður fyrir nauðgun og morð síðar í vikunni. Dykes sást síðast á lífi á föstudagskvöld en lík hennar fannst á laugardagskvöld.

„Við erum miður okkar yfir missinum og reynum öll að skilja hvað gerðist. Við óskum eftir því að fjölmiðlar virði einkalíf okkar,“ kom fram í yfirlýsingu sem fjölskylda Dykes sendi frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert