4 farast í árekstri þyrlu og flugvélar

Slökkviliðsmenn í Philippsburg að störfum á svæðinu þar sem þyrlan …
Slökkviliðsmenn í Philippsburg að störfum á svæðinu þar sem þyrlan og flugvélin lentu í árekstri. AFP

Fjórir létust er þyrla og lítil flugvél skullu saman yfir suðvesturhluta Þýskalands. Vélarnar skullu saman yfir bænum Philippsburg, sem er nærri landamærum Frakklands, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir þýsku lögreglunni.

Ekki er vitað hvort aðrir hafi slasast við áreksturinn, en svæðið  var girt af eftir áreksturinn.

Það er sjaldan sem loftför lenda í árekstri í flugi, en eitt slíkt atvik átti sér þó stað yfir Þýskalandi 2002 er vöruflutningavél rakst í farþegaþotu og kostaði áreksturinn tugi manna lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert