Trump heimsótti fórnarlömb skotárásarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti í gær fórnarlömb skotárásarinnar í …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti í gær fórnarlömb skotárásarinnar í Flórída. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti í gær fórnarlömb skotárásar í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudaginn. Skotmaðurinn, Nikolas Cruz, skaut þá 17 manns til bana og særði aðra 14. Trump mætti á sjúkrahús í fylkinu ásamt eiginkonu sinni Melania Trump.

Heimsókn Trump kom í framhaldi af því að bandaríska alríkislögreglan viðurkenndi að hafa gert mistök í tengslum við mál Cruz, en þann 5. Janúar fékk stofnunin símtal frá manneskju sem þekkti Cruz lítillega og greindi frá byssueign hans og þrá hans til að drepa fólk líkt og hann hafði lýst yfir á sam­fé­lags­miðlum. Þá greindi viðkomandi frá óstöðugri hegðun Cruz og möguleika á að hann gæti framið skotárás í skóla.

Trump heimsótti fórnarlömbin á Broward Health North Hospital. Þakkaði hann starfsfólki sjúkrahússins fyrir vinnu þeirra.  Nefndi Trump að hann hefði hitt stúlku sem hefði fengið hlotið fjögur skotsár, þar af eitt í lungað, en að sjúkraliðar hefðu bjargað lífi hennar.

Eftir spítalaheimsóknina hélt Trump á skrifstofu lögreglustjórans á svæðinu þar sem hann hitti ríkisstjóra Flórída, öldungadeildarþingmann  ríkisins og lögreglustjórann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert