Suu Kyi hætti við að flytja ræðu

 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hætti við að flytja ræðu í Sydney í Ástralíu vegna veikinda, að því er aðstandendur viðburðarins segja.

Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu misseri vegna aðgerðarleysis síns í málefnum rohingja í Búrma. Stjórnarher landsins, sem í raun hefur stjórnað landinu lengi, hefur ráðist á þennan minnihluta hóp af hörku og hafa um 700 þúsund þeirra flúið land til Bangladess. 

Suu Kyi var stödd í Ástralíu til að vera viðstödd ráðstefnu um helgina. Hún átti m.a. fund í Canberra með forsætisráðherra Ástralíu. Hún átti að halda ræðu í Sydney í dag og í kjölfarið svara spurningum viðstaddra. Þetta átti að vera eina tækifærið sem almenningur hefði fengið til að spyrja leiðtogann spurninga í heimsókn sinni í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert