Forseti Búrma segir af sér

Htin Kyaw, fyrrverandi forseti Búrma.
Htin Kyaw, fyrrverandi forseti Búrma. AFP

Htin Kyaw, forseti Búrma, hefur sagt af sér. Kyaw hefur verið hægri hönd raunverulegs leiðtoga landsins,  Aung San Suu Kyi, og setið á forsetastóli í tvö ár.

Tilkynnt var um afsögnina á Facebook-síðu forsetaskrifstofunnar í dag. Þar kom einnig fram að „nýr leiðtogi“ yrði valinn innan fárra daga. 

Lýðræðishreyfing Suu Kyi vann stórsigur í kosningunum í Búrma árið 2015. Stjórnarskrá ríkisins kom hins vegar í veg fyrir að hún gæti tekið að sér hlutverk forseta. Hún hlaut titilinn ráðgjafi ríkisins og ávallt talað um að hún myndi vera raunverulegur leiðtogi landsins þó að Kyaw fengi forsetatitilinn.

Kyaw var fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Búrma í yfir fimmtíu ár. Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá rík­is­ins má fólk sem á er­lenda maka eða börn ekki gegna embætt­inu en Suu Kyi á tvo syni sem eru bresk­ir rík­is­borg­ar­ar. 

Stjórnvöld í Búrma hafa verið harðlega gagnrýnd síðustu misseri fyrir meðferð sem rohingjar, minnihlutahópur múslima, hefur hlotið í  landinu. Hafa um 700 þúsund þeirra flúið til nágrannaríkisins Búrma undan ofbeldi og ofsóknum stjórnarhersins. Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur verið sérstaklega gagnrýnd, ekki síst fyrir það að minnast varla á rohingja frá því að upp komst um ofsóknirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert