Handtekinn eftir sjö ár á flótta

Maðurinn, Roy Lawrence Piechocki, hefur verið eftirlýstur hjá Interpol frá …
Maðurinn, Roy Lawrence Piechocki, hefur verið eftirlýstur hjá Interpol frá árinu 2011, en hann á yfir höfðu sér tíu ákærur um að hafa misnotað börn undir lögaldri í Bandaríkjunum. Skjáskot/Interpol

Breti sem hefur verið eftirlýstur af lögreglu í sjö ár var í dag handtekinn í Búlgaríu að því er BBC greinir frá.

Maðurinn, Roy Lawrence Piechocki, hefur verið eftirlýstur hjá Interpol frá árinu 2011, en hann á yfir höfðu sér tíu ákærur um að hafa misnotað börn undir lögaldri í Bandaríkjunum.

Piechocki, fannst í leiguíbúð í blokk í Veliko Tarnovo í Búlgaríu og er nú í haldi lögreglu.

Breska innanríkisráðuneytið segir handtökuna vera árangur tveggja mánaða rannsóknar sem hafi verið samstarfsverkefni búlgörsku lögreglunnar, netglæpadeildar búlgörsku lögreglunnar og bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Er Piechocki sagður hafa breytt útliti sínu og falsað skilríki sín.

Búlgarska lögreglan lagði hald á þrjár tölvur í aðgerðunum og eru þær sagðar hafa að geyma klámfengnar myndir af ungum börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert