207 börnum bjargað frá hermennsku

MEira en 500 börnum hefur verið bjargað úr hermennsku frá …
MEira en 500 börnum hefur verið bjargað úr hermennsku frá áramótum í Suður-Súdan. Ljósmynd/UNICEF

Meira en 200 börnum var bjargað frá frá hermennsku á þriðjudag í Suður-Súdan samkvæmt tilkynningu frá UNICEF. Rúmlega 500 börnum hefur verið sleppt úr haldi vopnaðra manna frá áramótum og er áætlað að tæplega 1000 börnum verði bjargað á næstu mánuðum sem hluti af verkefni stutt af UNICEF.

Í Suður-Súdan hafa börn verið numin á brott og þjálfuð til þess að bera vopn fyrir ýmsa vopnaða hópa í landinu. Í bænum Bakiwiri á þriðjudag voru 207 börn, 112 drengjum og 95 stúlkum, leyst úr haldi Frelsishreyfingu Suður-Súdan SSNLM við formlega athöfn. Fengu þau að snúa aftur til sinna fjölskyldna.

Þetta er í annað sinn sem börnum er sleppt úr haldi vopnaðra samtaka í landinu, en um 300 börnum var sleppt í febrúar í bænum Yambio.

207 börn voru afvopnuð við formlega athöfn á þriðjudag.
207 börn voru afvopnuð við formlega athöfn á þriðjudag. Ljósmynd/UNICEF

„Engin börn ættu að þurfa að taka til vopna og berjast“ sagði Mahimbo Mdoe, fulltrúi UNICEF í Suður-Súdan. „UNICEF er stolt af því að styðja þessi börn í að snúa aftur til sinna fjölskyldna og skapa bjarta framtíð.“

Við athöfnina voru börnin formlega afvopnuð og var þeim afhent borgaralegur fatnaður. Börnin munu hljóta læknisskoðun og þeim veitt sálfræðiþjónusta, en þetta eru liðir í samstarfsverkefni UNICEF og annarra samtaka til þess að koma börnunum aftur inn í samfélagið.

Frelsishreyfing Suður-Súdan undirritaði friðarsamning við ríkisstjórn landsins árið 2016 og hafa börnin fengið frelsi sitt í sem liður í að framfylgja þeim samningi. Talið er að enn séu um 19 þúsund börn að sinna hermennsku á vegum margra vopnaðra hópa í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert