Sýrland leiðir afvopnunarstarf SÞ

Bashar Ja'afari, fastafulltrúi Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi Öryggisráðsins …
Bashar Ja'afari, fastafulltrúi Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi Öryggisráðsins 13. apríl síðastliðinn. AFP

Sýrland mun taka við formennsku árlegrar Afvopnunarráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í næsta mánuði. Hlutverk ráðstefnunnar er meðal annars að vinna að samningum um afvopnun, takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna og gjöreyðingarvopna, svo sem efnavopna.

Samkvæmt skipulagi Avfopnunarráðstefnunar, sem 65 ríki eiga aðild að, er formennskan nú hjá Sviss en Sýrland mun taka við embættinu þann 24. maí næstkomandi. Búast má við að athugasemdir við formennsku Sýrlands verði gerðar, en ríkið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna beitingu efnavopna í átökum innan Sýrlands.

Hin árlega ráðstefna tók fyrst til starfa árið 1979 og hefur verið mikilvægur þáttur í gerð samninga um vopnatakmarkanir og afvopnun. Málaflokkar sem eru til umfjöllunar eru meðal annars forvarnir gegn útbreiðslu og beitingu kjarnorkuvopna, að stemma stigu við vopnakapphlaup í geimnum, gagnsæi á sviði vopnaframleiðslu og vinna gegn notkun efnavopna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert