Minnast uppreisnarinnar í Varsjá

Andrzej Duda, forseti Póllands, lagði blóm við minnisvarða látinna uppreisnarmanna …
Andrzej Duda, forseti Póllands, lagði blóm við minnisvarða látinna uppreisnarmanna í Varsjá í dag. AFP

Árleg minningarathöfn fallina sem tóku þátt í uppreisn gyðinga gegn þjóðverjum í Varsjá árið 1943 var í dag og tóku þúsundir þátt. 75 ár frá því að atburðirnir áttu sér stað. Forseti Póllands, Andzrej Duda, leiddi athöfnina í dag sem var haldinn við minnisvarða þeirra sem létu lífið samkvæmt AFP.

19. apríl 1943 gerðu 750 ungir menn uppreisn í gettói gyðinga í Varsjá. Þjóðverjum tókst að drepa megnið af uppreisnarmönnunum og jöfnuðu síðan gettóið við jörðu. Nokkrum uppreisnarmannanna tókst að flýja gegnum holræsi borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert