Öryggisráðið fundar á sveitabæ á Skáni

Fulltrúar öryggisráðsins stilltu sér upp fyrir ljósmyndara fyrir framan húsið.
Fulltrúar öryggisráðsins stilltu sér upp fyrir ljósmyndara fyrir framan húsið. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði á heldur óvenjulegum stað þegar fulltrúar ráðsins komu saman á afskekktu sveitasetri á Skáni í Svíþjóð. Vanalega fara fundir öryggisráðsins fram í New York í Bandaríkjunum. 

Um er að ræða árlegan óformlegan fund þar sem búist er við að ástandið í Sýrlandi verði í forgrunni. Vonir standa til að hægt verði að miðla málum og ná sáttum á milli fulltrúanna í tengslum við stríðið í Sýrlandi. 

Svíar vonast til að þess að fundurinn muni leiða til þess að aukinn skriður komist á viðræðurnar. að því er segir á vef BBC.

Fulltrúi Svía hjá SÞ, Carl Skau, ræddi við blaðamenn ásamt …
Fulltrúi Svía hjá SÞ, Carl Skau, ræddi við blaðamenn ásamt Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. AFP

Tilgangurinn fundarins er að fá menn til að leggjast í hugmyndavinnu. Viðstaddir eru 15 sendifulltrúar öryggisráðs SÞ ásamt framkvæmdastjóranum Antonio Guterres. 

Fundurinn fer nú fram í Backåkra í Svíþjóð. Svíar eiga ekki fast sæti í öryggisráðinu. 

Dag Hammerskjöld, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÞ, bjó í húsinu þar sem fundurinn fer fram. Hammerskjöld lést í flugslysi í Afríku árið 1961. 

Carl Skau, varafulltrúi Svía hjá SÞ, segir að hugmyndin með fundarstaðnum hafi verið að koma á samtali og koma skriði á viðræður þar sem auðmýkt og þolinmæði verða í forgrunni. Fundurinn á sér stað viku eftir að Bandaríkin, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi til að refsa þarlendum stjórnvöldum fyrir eiturvopnaárás sem var gerð í Douma þar sem saklausir borgarar létust. 

Skau segir að þetta sé mikilvægur fundur fyrir trúverðugleika öryggisráðsins. 

Mikil öryggisgæsla er á svæðinu.
Mikil öryggisgæsla er á svæðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert