Ráðist á grískan borgarstjóra

Kona á gangi í borginni Thessaloniki.
Kona á gangi í borginni Thessaloniki. AFP

Borgarstjóri Thessaloniki, næstfjölmennustu borgar Grikklands, var fluttur á sjúkrahús í morgun eftir að hafa orðið fyrir árás grunaðara meðlima hægriöfga-hreyfingar.

Yiannis Boutaris, 75 ára, var viðstaddur athöfn þar sem minnst var fjöldamorðs á Grikkjum í Tyrklandi á meðan á heimsstyrjöldinni fyrri stóð og eftir hana.  

Boutaris var fluttur á brott þegar hluti þeirra sem voru viðstaddir athöfnina hófu að beita ofbeldi.

Borgarstjórinn sagði í viðtali við fjölmiðilinn ANA að sparkað hafi verið í hann og hann sleginn.

„Þetta var fyrirlitleg árás en ég er ekki illa meiddur,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert