Segir kosningarnar í Venesúela falskar

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmir forsetakosningarnar sem fram fóru í Venesúela í gær og segir þær falskar. Sitjandi forseti, Nicolas Maduro, fór með sig­ur af hólmi og komu úrslit­in ekki á óvart þar sem and­stæðing­ar hans báðu fólk um að sniðganga kosn­ing­arn­ar og krefjast nýrra kosn­inga síðar á ár­inu.

„Kosningarnar í Venesúela voru falskar - hvorki frjálsar né sanngjarnar. Ólögmæt niðurstaða þessa falska ferlis er enn eitt klúðrið fyrir annars lýðræðislega hefð í Venesúela,“ segir í yfirlýsingu frá Pence. Kjör­sókn var aðeins 46% í gær en niðurstaða kosn­ing­anna er að Maduro fékk 68% at­kvæða og verður for­seti Venesúela til árs­ins 2025.

Pence segir að bandarísk stjórnvöld velti fyrir sér þeim möguleika á að innleiða nýjar refsiaðgerðir gagnvart ríkisstjórn Maduro.

Venesúela er á barmi gjaldþrots og staða al­menn­ings skelfi­leg. Of­ur­verðbólga, um 13.000%, er í landinu ásamt mat­ar- og lyfja­skort­i. Þá er aukin glæpatíðni og skort­ur á vatni og rafmagni meðal þess sem blas­ir við íbú­um Venesúela.

Nicolas Maduro fagnar niðurstöðum forsetakosninganna í landinu í gær. Hann …
Nicolas Maduro fagnar niðurstöðum forsetakosninganna í landinu í gær. Hann var endurkjörinn með 68% atkvæða. Kjörsókn var einungis 46%. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert