Öfgasinnar ákærðir fyrir árás

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir aðild á líkamsárás á borgarstjóra grísku borgarinnar Þessalóníku. Árásarmennirnir tengjast öfgaþjóðernissamtökum í Grikklandi.

Mennirnir sem eru ákærðir eru 17, 36 og 20 ára gamlir. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa veitt borgarastjóranum, Yiannis Boutaris, hættulega áverka auk þess að valda skemmdum og ónæði. 

Boutaris, sem er 75 ára gamall, var að koma úr minningargöngu um fjöldamorð á Grikkjum í Tyrklandi í fyrri heimsstyrjöldinni og á millistríðsárunum þegar til átaka kom meðal göngumanna. 

Hann var lagður inn á sjúkrahús eftir árásina en samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu voru árásarmennirnir öfgasinnaðir óþokkar. 

Dóttir formanns nýnasista-stjórnmálaflokksins Gullin dögun, Ourania Michaloliakou, fagnaði árásinni ákaft á Twitter um helgina.

„Bravó allir þeir sem sinntu skyldum sínum í Þessalóníku í dag. Virðing og þúsundfalt húrra,“ skrifaði hún til þeirra sem beittu ofbeldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert