Mörghundruð manns við útförina

Útför hinnar 17 ára Sabika Sheikh, sem lést í skotárás í Santa Fe-framhaldsskólanum í Texas í síðustu viku, fór fram í heimalandi hennar, Pakistan, í morgun. Mikill fjöldi var samankominn við útförina til að votta henni virðingu.

Sheikh var skiptinemi við skólann og ein þeirra tíu sem lést þegar einn nemandi við skólann, Dimitrios Pagourtzis, hóf skotárás á samnemendur og kennara á föstudaginn.

Útför Sheikh fór fram í morgun að viðstöddu fjölmenni.
Útför Sheikh fór fram í morgun að viðstöddu fjölmenni. AFP

Sheikh átti að snúa aftur til Pakistan á næstu vikum eftir að hafa stundað nám við skólann síðastliðið ár. Í staðinn kom hún heim í líkkistu snemma í morgun. Mörg hundruð manns voru viðstaddir útför hennar, þar á meðal nokkrir stjórnmálamenn.

Abdul Aziz, faðir Sheikh, frétti af skotárásinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN og í samtali við AFP-fréttastofuna sagðist hann í örvæntingu hafa reynt að ná í dóttur sína í síma. „Ég hélt áfram að hringja í hana og senda henni skila­boð á What­sApp. Aldrei áður hef­ur dótt­ir mín ekki svarað mér,“ seg­ir Aziz við frétta­mann AFP og barðist við tárin, enda voru þá aðeins liðnir nokkrir klukkutímar frá því dóttir hans lést. 

Faðir Sheikh vill að dauði hennar verði til þess að …
Faðir Sheikh vill að dauði hennar verði til þess að byssulöggjöfinni í Bandaríkjunum verði breytt. AFP

Í samtali við BBC sagðist hann vilja að dauði dóttur hans yrði til þess að byssulöggjöfinni í Bandaríkjunum yrði breytt.

Sheikh var af­burðanem­andi. Hún átti sér það draum að starfa í ut­an­rík­isþjón­ustu Pak­ist­ans. Hún hafði ætlað sér að koma aft­ur heim fyr­ir lok föstu múslima og fagna þeim tíma­mót­um í faðmi ást­vina sinna.

Krossum með nöfnum allra fórnarlamba skotárásarinnar hefur verið komið upp …
Krossum með nöfnum allra fórnarlamba skotárásarinnar hefur verið komið upp á skólalóðinni. AFP

 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert