Fundu yfir 400 handtöskur við húsleit

Malasíska lögreglan lagði hald á rúmlega 400 handtöskur og tæplega 30 milljónir Bandaríkjadala í húsleit í lúxusíbúðum sem tengjast fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Najib Razak. Hann er til rannsóknar hjá lögreglu í tengslum við umfangsmikið spillingarmál.

Peningarnir, handtöskurnar, úr og skartgripir fundust í tveimur íbúðum í Kuala Lumpur. Alls var gerð húsleit á 12 stöðum, þar á meðal á heimili Najib. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru húsleitirnar fram í síðustu viku en Najib er grunaður um aðild að spillingarmáli tengdu fjárfestingarsjóði. Fyrr í mánuðinum tapaði flokkur hans í þingkosningum eftir að hafa setið á valdastóli í meira en sex áratugi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert