Tæplega helmingur kvenna finnur fyrir kynferðislegri áreitni

Tónleikahátíðir eru afar vinsælar á sumrin í Bretlandi.
Tónleikahátíðir eru afar vinsælar á sumrin í Bretlandi. AFP

Um 43% kvenna á tónleikahátíðum í Bretlandi segjast hafa orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni á hátíðunum samkvæmt vef BBC. Alls hafa 22% hátíðagesta orðið fyrir ofbeldi eða áreitni.

Þetta kemur fram í könnun YouGov þar sem 1188 tónleikagestir voru þátttakendur. Samkvæmt könnuninni tilkynna aðeins 2% gesta þessi atvik til lögreglu. Þar að auki tilkynna aðeins 1% kvenna kynferðislega áreitni til starfsmanna hátíða á meðan um 19% karlmanna gera slíkt hið sama. Könnunin leiddi einnig í ljós að í 70% tilvika var gerandinn einhver sem brotaþolinn þekkti ekki.

Könnunin fór fram á netinu dagana 4.-6. Júní og var úrtakið úr öllum þjóðfélagshópum og menningarkimum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert