Hitabylgja í kjölfar flóða

Mikil vinna er fyrir höndum á þeim svæðum sem urðu …
Mikil vinna er fyrir höndum á þeim svæðum sem urðu verst úti í flóðunum. AFP

Hitabylgja er nú í suðurhluta Japans og eru átta dauðsföll í landinu tengd henni. Skammt er stórra högga á milli því Japanar eru enn að jafna sig á mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í áratugi.

Sex létust vegna hitans á laugardag og tveir á sunnudag. Þúsundir leituðu til læknis vegna vanlíðunar.  

Hitabylgjan er á svipuðum slóðum og flóðin voru hvað mest fyrir aðeins nokkrum dögum. Að minnsta kosti 210 týndu lífi í flóðunum og nítján er enn saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert