„Hvers vegna vorum við ekki vöruð við?“

Rauð viðvörun er enn í gildi í Aude-sýslu í suðvesturhluta Frakklands en ellefu létust í skyndiflóðum þar og í héraðinu í kringum Carcassonne í gær. Þriggja er enn saknað.

Skólahald liggur niðri í Aude (en svæðið dregur nafn sitt af samnefndri á) enda hæsta viðbúnaðarstig í gildi áfram. Varað er við því að fara á ákveðna staði í Aude vegna flóðanna. Rauð viðvörun verður áfram í gildi til morguns.

AFP

Þegar rauð viðvörun gildir er fólk varað við ferðalögum og beðið um að fara sérstaklega varlega. Lögreglan í Aude biður ökumenn að fara varlega í dag og forðast akstur á flóðasvæðum. Jafnframt er varað við því að drekka kranavatn. Óttast er að ár geti enn flætt yfir bakka sína og hefur fjölmörgum vegum verið lokað. Enn eru 1.500 heimili án rafmagns og í gærkvöldi voru 10 þúsund heimili án rennandi vatns.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins eru að störfum og veita íbúum bæði andlegan stuðning sem og dreifa mat og drykk til fólks.

Bærinn Trèbese er skammt frá borginni Carcassone.
Bærinn Trèbese er skammt frá borginni Carcassone. AFP

Í bænum Trébes létust sex íbúar í flóðunum aðfaranótt mánudags. En þetta er ekki eina áfallið sem íbúar þessa sex þúsund manna bæjar hafa gengið í gegnum í ár því í mars gekk vígamaður berserksgang í bænum og drap tvo bæjarbúa í matvöruverslun áður en hann var drepinn af lögreglu. Eiginkona annars þeirra missti báða foreldra sína í flóðunum nú, samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla.

Viðvörun gefin út klukkan sex að morgni

Auk þess létust tveir í þorpinu Villegailhenc, einn í Villardonnel, annar í Vallalier og sá þriðji í Carcassonne. Íbúar í héraðinu eru mjög ósáttir við að yfirvöld, héraðsstjórn og lögregla hafi ekki varað við hækkandi vatnshæð á sunnudagskvöldið. Rauð viðvörun tók ekki gildi fyrr en á mánudagsmorgun þegar mesta úrkoman var gengin yfir og ár höfðu flætt yfir bakka sína.

Frá borginni Puichéric í Suður-Frakklandi.
Frá borginni Puichéric í Suður-Frakklandi. AFP

Bæjarbúi í Trébes lét forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, heyra það í gærkvöldi þegar hann heimsótti bæinn. Hann spurði ráðherrann um hvers vegna fólk hafi ekki verið varað við. Hvers vegna hafi ekki verið fylgst með ánni Aude og hvers vegna hafi slökkviliðsmenn ekki verið sendir út á götur bæjarins til þess að vara íbúana við.

AFP

Bæjarstjórinn í Trébes, Eric Ménassi, segir að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir hörmungarnar og að starfsmenn bæjarins hafi verið að störfum frá miðnætti á sunnudag. Úrhellið hófst fyrir alvöru klukkan 2 um nóttina, mjög skyndilega og gríðarlega mikið, og ekkert hægt að gera til þess að koma í veg fyrir flóðin. 

AFP
AFP
Frá þorpinu Villegailhenc í Aude-sýslu.
Frá þorpinu Villegailhenc í Aude-sýslu. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert