Fangar kúguðu fé af fangavörðum

Fangar í fangelsum í Suður-Karólínu hafa um árabil þóst vera …
Fangar í fangelsum í Suður-Karólínu hafa um árabil þóst vera ungar stúlkur á stefnumótaforritum og kúgað þannig fé af fangavörðum sem nota forritið. AFP

Fangar í fangelsum í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að kúga fé af fangavörðum.

Fjárkúgunin hefur staðið yfir í um þrjú ár og nota fangarnir stefnumótasmáforrit til að ná til fangavarðanna með því að þykjast vera ungar stúlkur og senda af þeim nektarmyndir og krefjast síðan greiðslu fyrir myndirnar. Ef verðirnir neita að greiða mun „faðir“ stúlkunnar, þ.e. annar fangi, tilkynna verðina til lögreglu þar sem stúlkurnar eru undir lögaldri.

Málið er til rannsóknar innan bandaríska hersins og hefur meðal annars verið óskað eftir því við Google að afhenda tölvupósta sem tilheyra föngunum sem grunaðir eru um að standa á bak við verknaðinn.

Þá er talið að fangarnir hafi fengið aðstoð frá konu utan veggja fangelsisins sem sá um að allar millifærslur færu á réttan reikning.

Verðir í fangelsum í ríkinu hafa nú verið varaðir við þessum umfangsmiklu fjársvikum og hafa vinsamlegast verið beðnir um að hætta öllum afskiptum af stefnumótasmáforritum. Einnig hefur verið lögð áhersla á að uppræta alla farsíma sem föngunum hefur hingað til tekist að verða sér úti um.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert