Hoppuðu í rúllustiga sem hrundi

AFP

Hluti rúllustiga í neðanjarðarlestarstöð í miðborg Rómar, höfuðborgar Ítalíu, hrundi í dag með þeim afleiðingum að um tuttugu manns slösuðust.

Fram kemur í frétt AFP að fjölmennur hópur stuðningsmanna rússneska knattspyrnuliðsins CSKA Moskvu hafi valdið því að rúllustiginn hrundi með því að hoppa í stiganum.

Knattspyrnuliðið var á Ítalíu til þess að keppa við ítalska liðið Roma í Meistaradeild Evrópu.

Haft er eftir talsmanni lögreglu að að minnsta kosti 20 hafi slasast, flestir Rússar, þar af einn alvarlega. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert