Kröftug sprengja sprakk í Malmö

Wikipedia

Kröftug sprengja sprakk um miðnætti í Malmö. Að sögn lögreglu er um mun öflugri sprengju að ræða en þær sem hafa sprungið í borginni áður og heyrðist hvellurinn víða í borginni. 

Sprengjan sprakk við matsölu við Rosengårds-miðstöðina á Dicksons-vegi, segir í frétt sænska ríkissjónvarpsins. Fjölmargir höfðu samband við lögreglu og tilkynntu um hvellinn þegar sprengjan sprakk. Enginn slasaðist en töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu. 

Sprengjusveitin var kölluð á vettvang en enginn hafði verið handtekinn vegna málsins snemma í morgun, samkvæmt frétt Aftonbladet.

SVT

Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert