Mannskætt lestarslys í Ankara

mbl.is

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og á fimmta tug slasaðir eftir að hraðlest var ekið á aðra lest á lestarstöð í höfuðborg Tyrklands, Ankara, snemma í morgun.

Ekki liggur ljóst fyrir á þessari stundu hvernig slysið átti sér stað nákvæmlega en áreksturinn varð klukkan 6:30 að staðartíma, klukkan 3:30 að íslenskum tíma.

Hraðlestin var að leggja af stað frá Ankara til borgarinnar Konya í vesturhluta Tyrklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert