28 slösuðust þegar sporvagn valt

Portúgalskur sjúkrabíll á ferð. Mynd úr safni.
Portúgalskur sjúkrabíll á ferð. Mynd úr safni. Ljósmynd/Wikipedia.org

Tuttugu og átta slösuðust þegar þegar sporvagn fór út af sporinug og valt í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í gær. Flestir voru fluttir á sjúkrahús en að sögn BBC hlaut enginn lífshættulega áverka. 

Börn voru á meðal þeirra sem slösuðust þegar slysið varð þegar sporvagninn var að koma niður bratta brekku. Hann endaði svo ferðina með því að skella á byggingu. 

Fram kemur í portúgölskum fjölmiðlum að vegfarendur hafi m.a. komið sjö ára gömlu og sex mánaða gömlu barni til aðstoðar. 

Slysið varð um kl. 18 að íslenskum tíma í hverfinu Lapa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert