Nonaka látinn 113 ára að aldri

Masazo Nonaka – þessi mynd var tekin í apríl 2018.
Masazo Nonaka – þessi mynd var tekin í apríl 2018. AFP

Japaninn Masazo Nonaka, sem var allra karla elstur, lést í dag, 113 ára að aldri.

Nonaka fæddist í júlí 1905, samkvæmt Heimsmetabók Guinness, nokkrum mánuðum áður en Albert Einstein birti afstæðiskenninguna. 

Guinness viðurkenndi Nonaka sem elsta núlifandi mann eftir að Spánverjinn Francisco Nunez Olivera lést í fyrra. 

Nonaka átti sex bræður og eina systur en hann kvæntist árið 1931 og átti fimm börn. Hann rak sundlaug í heimabæ sínum og eftir að hann fór á eftirlaun skemmti hann sér yfir súmó-glímu í sjónvarpinu og borðaði sælgæti í gríð og erg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert