Hættir eftir þrjá áratugi í embætti

Nursultan Nazarbayev hefur ákveðið að stíga til hliðar.
Nursultan Nazarbayev hefur ákveðið að stíga til hliðar. AFP

For­seti Kasakst­ans, Nursult­an Naz­ar­bayev, sem hefur verið leiðtogi landsins síðan það fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum, greindi frá afsögn sinni í dag.

Fram kom í sjónvarpsávarpi að ákvörðunin hefði ekki verið auðveld.

Naz­ar­bayev, sem er 78 ára gamall, hefur verið forseti landsins frá 1990. Hann hlaut mótframboð árin 1999, 2005, 2011 og 2015 en stóð ávallt uppi sem sigurvegari. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir gerðu þó í öll skiptin athugasemdir við framkvæmd kosninganna.

Kassym Jomart Tokayev tekur við af Nazarbayev.
Kassym Jomart Tokayev tekur við af Nazarbayev. AFP

„Ég hef ákveðið að segja af mér,“ sagði Naz­ar­bayev í sjónvarpsávarpinu. Þar kom enn fremur fram að Kassym-Jomart Tokayev þingforseti muni taka við sem forseti það sem eftir lifir kjörtímabils.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert