Fyrstu þingkosningarnar í 8 ár

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2011 sem þingkosningar …
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2011 sem þingkosningar fara fram á Taílandi. AFP

Um 50 milljónir Taílendinga ganga nú að kjörborðinu, en þar fara nú fram fyrstu þingkosningar í landinu frá valdaráninu árið 2014. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt í landinu undanfarin ár, en stuðningsmenn hersins og Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem var bolað burt, hafa tekist á um völd. 

Herinn hrifsaði til sín völdin árið 2014, og þá hét herforingjastjórnin að koma á lögum, reglu og lýðræði. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað frestað kosningunum. 

Hermaður stendur vörð á kjörstað í dag.
Hermaður stendur vörð á kjörstað í dag. AFP

Andstæðingar hersins halda því fram að ný stjórnarskrá landsins tryggi völd hersins sama hver útkoman verður í kosningunum í dag. 

Búist er við að kosningaþátttakan verði mjög góð, en þetta eru fyrstu þingkosningarnar í landinu frá árinu 2011. 

Fram kemur á vef BBC, að rúmlega sjö milljónir kjósenda, á aldrinum 18-26 ára, séu nú að kjósa í fyrsta sinn. Líklegt þykir að þessi hópur muni ákveða hverjir muni standa uppi sem sigurvegarar. Allir flokkar hafa því lagt töluvert á sig til að ná til þessa hóps kjósenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert