15 þúsund manns að landamærum

Mexíkóskur vörður við landamæri Mexíkó og Guatemala.
Mexíkóskur vörður við landamæri Mexíkó og Guatemala. AFP

Stjórnvöld í Mexíkó hafa sent tæplega 15 þúsund hermenn og verði að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur fari þangað yfir.

Mexíkó er undir þrýstingi frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að fækka þeim sem fara yfir landamærin og lofuðu mexíkósk stjórnvöld fyrr í mánuðinum að styrkja varnir við landamærin með sex þúsund vörðum.

Luis Cresencio Sandoval, varnarmálaráðherra Mexíkó, greindi frá ákvörðuninni á blaðamannafundi í dag.

Aðspurður svaraði hann því játandi að hermennirnir og verðirnir við landamærin taki fólk höndum sem reynir að fara þar yfir.

Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó (til hægri) ásamt Luis …
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó (til hægri) ásamt Luis Cresencio Sandoval. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert