Munar 83 gráðum

AFP

Mjög heitt er í veðri í Ástralíu þessa dagana og er jafnvel búist við því að met falli á miðvikudag. Þann dag er gert ráð fyrir yfir 40 stiga hita mjög víða. Í Perh fór hitinn yfir 40 gráður í dag en á kaldasta byggða bóli, Oymyakon í Rússlandi, er heldur kaldara eða 43 stiga frost. Í Húsafelli fór frostið í 21,4 gráður þannig að þar er kaldast á láglendi á Íslandi í dag.

Hitametið í Ástralíu er 50,7 gráður en það var sett 2. janúar 1960 í bænum Oodnadatta í Suður-Ástralíu. 

Skógareldar í Ástralíu.
Skógareldar í Ástralíu. AFP

Gefnar hafa verið út viðvaranir vegna hitabylgjunnar í Vestur-Ástralíu og Queensland. Í Adelaide í Suður-Ástralíu er spáð yfir 40 stiga hita alla næstu viku og er talin hætta á skógareldum vegna hitabylgjunnar. Það hitamet sem talið er að falli á miðvikudag er hitastig fyrir allt landið. Fyrra metið var 40,3 gráður frá 7. janúar 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert