„Forðist ónauðsynleg ferðalög til Kína“

AFP

Þýsk stjórnvöld hvetja landsmenn til þess að forðast ferðalög til Kína nema brýna nauðsyn beri til. Þau íhuga að flytja Þjóðverja á brott frá Wuhan, borginni þar sem kórónaveiran kom fyrst upp.

„Ferðamenn ættu að íhuga að fresta eða aflýsa öllum ónauðsynlegum ferðalögum til Kína,“ segir utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas. Hann ræddi við blaðamenn á fundi í Berlín í dag. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætli að halda neyðarfund með heilbrigðissérfræðingum þar sem rætt verður um kórónaveiruna og dreifingu hennar um heiminn. 

Að sögn Maas er verið að skoða möguleikann á því að flytja alla þýska ríkisborgara, sem það vilja, frá Wuhan. Sendiráð Þýskalands í Peking hefur þegar sent teymi til Wuhan til að styðja við Þjóðverja í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert