Talíbanar segja þotuna sem hrapaði bandaríska

Talíbanar birtu mynd af braki flugvélar á samfélagsmiðlum sem merkt …
Talíbanar birtu mynd af braki flugvélar á samfélagsmiðlum sem merkt er bandaríska flughernum og segja það vera þotuna sem hrapaði fyrr í dag. Bandaríski herinn rannsakar flugslysið. Skjáskot/AP

Bandaríski herinn rannsakar nú flugslys sem varð fyrr í dag þegar þota brotlenti í austurhluta Afganistan. Yfirvöld þar í landi segja að þotan, sem hrapaði í Ghazni-héraði, hafi verið í eigu ríkisflugfélagsins Ariana en for­svars­menn þess segja að það sé ekki rétt. Allt flug flug­fé­lags­ins í dag hafi verið með eðli­leg­um hætti. 

Stór hluti héraðsins er und­ir stjórn talíb­ana og hafa talíbanar birt mynd af braki flugvélar á samfélagsmiðlum sem merkt er bandaríska flughernum, vél af gerðinni Bombardier E-11A, sem bandaríski herinn notar til eftirlitsflugs í Afganistan. 

Talsmaður bandaríska hersins gat ekki staðfest við AP-fréttastofuna að um þotu hersins væri að ræða.  

Lögreglustjórinn í Ghazni segir engar fregnir hafa borist af mannfalli en eldur hafi komið upp í vélinni þegar hún brotlenti. Ekki hafi fengist staðfest hvort um farþegaþotu væri að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert