Útilokar ekki forsetaframboð 2024

Mike Pompeo, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra í stjórn Donald Trumps, segist ekki geta útilokað forsetaframboð árið 2024. Spurður um hugsanlegt framboð kvaðst Pompeo „alltaf klár í að taka slaginn“. Þetta kom fram í viðtali í spjallþættinum Hannity á sjónvarpsstöðinni Fox News. 

Sean Hannity þáttarstjórnandi spurði utanríkisráðherrann fyrrverandi nánar úti í málið. Kvaðst Pompeo ekki vilja tjá sig frekar um hugsanlegt framboð. Hann lýsti svarinu þó sem „sterku kannski“.

Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið í embætti í 44 daga. Sagðist Pompeo hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með forsetann. „Leiðtogar heimsins eru að fylgjast með og í raun heimurinn allur. Það skín í gegn úr hverju fólk er gert þegar virkilega reynir á,“ sagði hann og hélt áfram:

„Þegar Bandaríkin sýna veikleika setur það hermenn, flugmenn og sjóliða okkar um heim allan í hættu. Veikleiki ýtir undir líkur á stríði á meðan styrkur sýnir óvinum okkar að það er betra að hörfa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert