17 féllu og 400 særðust í sprengingum

Skjáskot úr myndskeiði frá svæðinu.
Skjáskot úr myndskeiði frá svæðinu. AFP

Að minnsta kosti 17 eru látnir og 420 særðir vegna nokkurra sprenginga sem urðu í herbúðum í borginni Bata í Miðbaugs-Gíneu í gær. Að sögn embættismanna urðu sprengingarnar vegna stubbabrennslu bænda og gáleysislegrar geymslu dínamíts í búðunum. 

Næstum allar byggingar og heimili í borginni urðu fyrir „miklu tjóni“ að sögn Teodoros Obiangs Nguema, forseta landsins. 

Ríkissjónvarp Miðbaugs-Gíneu sýndi frá svæðinu í gær en þar sást fólk leita eftirlifenda í rústunum. Óttast er að tala látinna muni hækka þar sem einhverjir gætu verið fastir í rústum á svæðinu.

BBC greinir frá

Ríkissjónvarp Miðbaugs-Gíneu sýndi frá svæðinu í gær en þar sást …
Ríkissjónvarp Miðbaugs-Gíneu sýndi frá svæðinu í gær en þar sást fólk leita eftirlifenda í rústunum. AFP

Yfirþyrmandi álag á sjúkrahús

Obiang Nguema hefur kallað eftir alþjóðlegri aðstoð. Heilbrigðisráðuneyti lansins sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að 420 væru særðir. Ráðuneytið kallaði eftir heilbrigðisstarfsmönnum sem gætu sinnt fólkinu sem er nú statt á spítölum. Þá óskaði ráðuneytið einnig eftir því að fólk gæfi blóð sem allra fyrst. 

Álagið vegna sprenginganna hefur verið einhverjum spítölum um megn og sýndi ríkissjónvarpið myndskeið af fólki sem lá á gólfi spítala í borginni Bata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert