Þrjár milljónir látist úr Covid-19

Í Þýskalandi hafa um 80 þúsund manns látist af völdum …
Í Þýskalandi hafa um 80 þúsund manns látist af völdum veirunnar. Í líkhúsi í austurhluta landsins eru kistur þeirra sem létust vegna veirunnar merktar sérstaklega. AFP

Þrjár milljónir manna hafa nú látist úr Covid-19 síðan kórónuveirufaraldurinn hófst, að því er fram kemur í tilkynningu frá John Hopkins-háskóla. Flestir hafa látist í Bandaríkjunum, 566 þúsund manns, næstflestir í Brasilíu, 368 þúsund manns, og þar á eftir kemur Mexíkó, 211 þúsund.

Í frétt CNN segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hafi varað við því á mánudag að staða faraldursins á heimsvísu væri ógnvænleg. Eftir að dánartíðni á heimsvísu lækkaði lítillega í marsmánuði hefur hún aukist á ný. Í dag deyja um 12.000 manns úr Covid-19 á degi hverjum á heimsvísu að meðaltali, en flest voru andlátin í janúar þegar um 14.500 manns létust á dag að jafnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert