Skýjakljúfur hóf skyndilega að hristast

Skýjakljúfurinn er í Shenzhen og er um 300 metra hár.
Skýjakljúfurinn er í Shenzhen og er um 300 metra hár. AFP

Einn af stærstu skýjakljúfum Kína var rýmdur í dag eftir að hann hóf skyndilega að hristast. Ekki var um jarðskjálfta að ræða en yfirvöld rannsaka nú ástæðu hristingsins.

Skýjakljúfurinn sem er í borginni Shenzhen í Suður-Kína, var byggður árið 2000 og er nærri 300 metrar. Mikið öngþveiti myndaðist í kringum bygginguna en rýming tókst vel og engin slys urðu á fólki.

Hrun bygginga í Kína eru ekki óalgeng en á síðasta ári bönnuðu kínversk stjórnvöld byggingu skýjakljúfa yfir 500 metra.

Engin slys urðu á fólki.
Engin slys urðu á fólki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert