Bitinn í andlitið á sundi

Krókódíll á sundi í Flórída árið.
Krókódíll á sundi í Flórída árið. AFP

Krókódíll beit mann í andlitið í Flórída í Bandaríkjunum í gær, þegar maðurinn var á sundi í læk.

Sjúkraflutningamenn fluttu manninn, sem er á fertugsaldri, á sjúkrahús til aðhlynningar. Þá var veiðimaður ræstur út til að finna krókódílinn. CNN greinir frá.

Talið er að 1,3 milljónir krókódíla séu í Flórída. Mælt er með því að fólk forðist að vera í nálægð við dýrin, en þeir sem eru meira en 1,2 metrar að stærð eru taldir vera hættulegir fólki og gæludýrum og eignum þeirra.

Yfir níu þúsund krókódílar yfir 1,2 metrum að stærð voru aflífaðir á síðasta ári í ríkinu. 

Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið af völdum krókódíla í Flórída á þessu ári. Í júlí lést öldruð kona er hún féll í læk þar sem tveir krókódílar voru. Þá lét maður lífið þegar hann fór að leita að frisbí-disk sínum í tjörn og rakst þar á krókódíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert