Hefur afgreitt 480 þúsund tonn af hjálpargögnum á þessu ári

Teymisstjórar UNICEF á Íslandi heimsóttu Birgðastöðina í Kaupmannahöfn á dögunum.
Teymisstjórar UNICEF á Íslandi heimsóttu Birgðastöðina í Kaupmannahöfn á dögunum. Ljósmynd/Unicef

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fagnar þessa dagana 60 ára afmæli Alþjóðlegu birgðastöðvar sinnar í Kaupmannahöfn. Um er að ræða stærsta mannúðarvöruhús í heiminum sem sér um dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna til verkefna UNICEF um allan heim. Starfsemin þar og afköstin hafa aldrei verið meiri en á síðustu árum enda mannúðarkrísum farið fjölgandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Þörfin fyrir mannúðaraðstoð fyrir börn hefur aldrei verið meiri og starfsemi Alþjóðlegu birgðastöðvar UNICEF því aldrei mikilvægari,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni.

Ljósmynd/Unicef

„Í okkar huga er besta leiðin til að halda upp á þessi tímamót sú að auka enn við verkefni okkar til að ná að dreifa mikilvægum hjálpargögnum til allra barna sem aðstoða þau að lifa af neyðarástand hvar sem það skapast. UNICEF er stjórnvöldum og íbúum Danmerkur afar þakklátt fyrir mikilvægt starf og stuðning í þágu verkefna UNICEF og erum við full bjartsýni fyrir næstu 60 ár af því samstarfi,“ segir hún enn fremur. 

Það sem af er þessu ári hafa 480 þúsund tonn af hjálpar- og neyðargögnum verið send frá vöruhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar af rúmlega 1.400 vöruflutningabílar með rúmlega 10.400 tonn af hjálpargögnum vegna stríðsins í Úkraínu.

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert