Um 40% raforkukerfisins liggur niðri

AFP

Forsvarsmenn orkufyrirtækisins DTEK í Úkraínu segja að um helmingur raforkukerfisins í landinu hafi skemmst í stríðsátökunum við Rússa. Milljónir íbúa hafa verið án rafmagns í kjölfar sprengjuárása Rússa. 

Talsmaður DTEK segir í færslu á Facebook að rússneskum hersveitum hafi tekist að eyðileggja um 40% raforkukerfisins með sínum eldflaugaárásum. Margir starfsmenn fyrirtækisins hafa látið lífið eða særst af völdum þessara árása. 

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Úkraínu í kjölfar eldflaugaárása Rússa. …
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Úkraínu í kjölfar eldflaugaárása Rússa. Hér má sjá ónýtt fjölbýlishús í borginni Vyshgorod, sem er skammt frá höfuðborg landsins, Kænugarði. AFP

Eftir að hafa þurft að hörfa undan sókn Úkraínumanna í haust, þá hófu Rússar að gera árásir á úkraínska orkuinnviði í október með tilheyrandi eyðileggingu og rafmagnsleysi. 

Stór svæði í Úkraínu voru án rafmagns og hita í kjölfar stórskotaárásar í liðinni viku. 

Starfsfólk orkufyrirtækja hafa unnið að því hörðum höndum að koma á jafnvægi að sögn DTEK. Unnið sé sleitulaust, dag og nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert