Vilja fylgjast með Bandaríkjunum úr lofti

Norður-Kóreumenn segjast ætla að setja gervihnött á sporbaug jarðar til …
Norður-Kóreumenn segjast ætla að setja gervihnött á sporbaug jarðar til að fylgjast með Bandaríkjunum. Þessa mynd gáfu stjórnvöld út í apríl, en hún er tekin í tilraunaskoti þeirra. AFP/KCNA

Norður-Kóreumenn hyggjast senda eftirlitsgervihnött á sporbaug jarðar í júní. Ef allt gengur eftir er tilgangur gervihnattarins að hafa auga með Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í rauntíma. 

Stjórnvöld í Japan greindu frá þessu nú í kvöld, á þriðjudagsmorgun í Japan, og segja Norður-Kóreu hafa staðfest þessar fyrirætlanir sínar. 

Sögðu stjórnvöld í Phyongyang við stjórnvöld í Tókýó að gervihnötturinn væri mögulega á leið út í þessari viku. 

Stjórnvöld í Japan vara við því að gervihnöttur sé ekki raunverulega það sem Norður-Kóreumenn ætla að skjóta á loft, og segja mögulega að um tilraunaeldflaugaskot sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert