Eldur kom upp í lest: Um 200 farþegar um borð

200 farþegar voru um borð í lestinni en engan sakaði.
200 farþegar voru um borð í lestinni en engan sakaði. AFP

Aðstoða þurfti um 200 farþega að komast úr jarðgöngum eftir að eldur kom upp í lest í Austurríki. Um 45 farþegar hlutu minniháttar áverka, líklegast vegna reykmengunar að sögn lögreglu á svæðinu.

Lestin var á leið til Hamburg í Þýskalandi og til Amsterdam í Hollandi þegar loftvír lestarinnar slitnaði í jarðgöngum nálægt borginni Innsbruck í Austurríki en við það kom upp eldur í lestinni. 

Lestin flutti ekki aðeins farþega heldur einnig ökutæki en mörg þeirra urðu eldinum að bráð. Klukkan 22.19 að staðartíma tókst að slökkva eldinn en klukkan 23.40 voru allir farþegarnir komnir úr jarðgöngunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert