Hestar gengu lausir í miðborg Lundúna

Lögreglan í Lundúnum á hestum fyrr í mánuðinum.
Lögreglan í Lundúnum á hestum fyrr í mánuðinum. AFP/Ian Kington

Tveir hestar frá breska hernum, sem gengu lausir í miðborg Lundúna í morgun á háannatíma, hafa verið stöðvaðir, að sögn lögreglunnar og breskra fjölmiðla.

Ljósmyndir og myndskeið af hestunum voru áberandi á samfélagsmiðlum og breskar fréttasíður sýndu hestana á hlaupum meðfram strætisvögnum, leigubílum og öðrum farartækjum í umferðinni.

Hnakkar og beisli voru á báðum hestunum og virtist annar þeirra ataður blóði.

Að sögn The Daily Telegraph köstuðu allt að fimm hestar frá hernum knöpum sínum af baki á meðan þeir voru við æfingar.

BBC greinir frá því að fjórir hafi slasast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert