Dep­ar­dieu í haldi lögreglu

Leikarinn var á síðasta ári sviptur tveimur heiðursmerkjum.
Leikarinn var á síðasta ári sviptur tveimur heiðursmerkjum. AFP/Thierry Roge

Franski leik­ar­inn Ger­ard Dep­ar­dieu er í haldi lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot.

Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að lögregla sé að yfirheyra hann vegna áskana tveggja kvenna um kynferðisofbeldi.

Er annað brotið sagt hafa átt sér stað við tökur á kvikmynd árið 2021 og hitt við tökur árið 2014.

Sviptur heiðursmerkjum

Leikarinn frægi hefur margsinnis verið sakaður um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal fyrir nauðgun árið 2018.

Í desember var Dep­ar­dieu sviptur tveimur heiðursmerkjum vegna ósæmilegra ummæla hans í garð kvenna.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert