Hver vill verða andlitsgjafi?

Þekktur fegrunarlæknir í Bretlandi, Peter Butler, segir að tækni í þessari grein sé orðin svo háþróuð að innan níu mánaða verði hægt að græða andlit nýlátinnar manneskju á aðra, að sögn BBC. Muni þetta vekja margar spurningar í siðferðisefnum sem svara verði áður en aðgerð af þessu tagi verið ákveðin.

"Spurningin er ekki hvort við getum það heldur hvort við ættum að gera það," sagði Butler í samtali við BBC. Bendir hann á að svo miklar framfarir hafi orðið á sviði rannsókna á ónæmiskerfinu, sem oft hafnar algerlega vefjum af öðru fólki að líkur á vel heppnaðri aðgerð séu miklar.

Hægt yrði að bæta líf fólks sem orðið hefur fyrir slæmu tjóni á andliti af völdum krabbameins, bruna eða annarra slysa með því að skipta um andlit á því. Þótt oft sé hægt að lagfæra ýmsa hluta andlits með hefðbundnum fegrunaraðgerðum er það erfitt vegna þess að fólk verður að geta notað hina mörgu vöðva andlitsins til að tjá sig með svipbrigðum. Einkum er nauðsynlegt að geta hreyft varir, augu og kinnar.

Sé húð flutt af öðru og ósködduðu svæði á líkama sjúklingsins vantar í andlit hans getuna til að hreyfa áðurnefnda andlitsvöðva og tilfinningin í húðinni er auk þess ófullnægjandi. Andlitið minnir því stundum á grímu.

Ef annað andlit er hins vegar flutt í heilu lagi með vörum, kinnum, eyrum, nefi, húð og beinum og grætt á sjúklinginn fylgja vöðvar og taugar með húðinni. Einnig yrðu æðar andlitsgjafans fluttar í andlit andlitsþegans og að sjálfsögðu yrði fyrst að fjarlægja upprunalega andlitið.

Butler segir að sennilega myndu nú aðeins 10-15 manns í Bretlandi fullnægja líklegum skilyrðum fyrir því að heimila slíka aðgerð. Hann hyggst biðja um leyfi heilbrigðisyfirvalda til að gera tilraun með andlitsígræðslu þegar rannsóknum hans lýkur. Hann segist halda að margir myndu almennt séð samþykkja að fá nýtt andlit ef allt annað þryti en á hinn bóginn yrði erfitt að fá fyrirfram samþykki væntanlegra andlitsgjafa.

"Ég er svolítið efins, þegar ég velti því fyrir mér að vera með andlit annarrar manneskju," segir Christine Piff, sem er í samtökum fólks með slæm andlitslýti. Hún segist samt halda að hugmyndin verði að veruleika. Sálfræðingurinn Aric Sigman segir að í fyrstu verði vafalaust rætt um að bæta líðan fólks á borð við Piff. En svo gæti farið að fljótlega færu aðrir að biðja um nýtt andlit einfaldlega vegna þess að þeir vildu verða fallegri í framan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson