Pedro Santana Lopes nýskipaður forsætisráðherra Portúgals

Santana Lopes, nýskipaður forsætisráðherra Portúgals, til vinstri, ásamt Jorge Sampaio, …
Santana Lopes, nýskipaður forsætisráðherra Portúgals, til vinstri, ásamt Jorge Sampaio, forseta landsins, á fundi þeirra í dag. AP

Pedro Santana Lopes hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Portúgals og muna koma í stað Jose Manuel Durao Barroso, sem sagði af sér til að gerast forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Það var forseti landsins sem skipaði Santana Lopes í embættið. Hittust þeir í dag og mun hinn nýi forsætisráðherra nú hefjast handa við myndun nýrrar ríkistjórnar.

Andstæðingar Santana Lopes segja hann portúgalska hliðstæðu ítalska forsætisráðherrans Silvio Berlusconis, þar sem hann hafi tilhneigingu til að blanda saman fjölmiðlum, fótbolta og stjórnmálum. Stuðningsmenn hans álíta hann hins vegar ötulan hugsjónarmann.

Hinn nýi forsætisráðherra hefur heitið því að engar breytingar verði á stefnu stjórnvalda og að þinginu verði kynnt efnisskrá af sama tagi og þegar Durao Barroso tók við embætti forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert