Vísindamaður sem uppgötvaði byggingu DNA er látinn

Tölvumynd af DNA keðju.
Tölvumynd af DNA keðju. Reuters

Vísindamaðurinn Francis Crick, sem ásamt James Watson bjó til fyrsta líkanið af efnafræðilegri uppbyggingu DNA sameindarinnar, svonefndan hringstiga, lést í Kalíforníu í vikunni, 88 ára að aldri. Crick, sem fæddist í Bretlandi, fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1962.

Þeir Crick og Watson birtu þann 25. apríl 1953 grein í breska tímaritinu Nature um líkan sem þeir höfðu búið til að kjarnsýrunni DNA. Þeir lýstu tvöföldum spíral sem tengdur væri saman með þrepum úr fjórum efnum, og gátu sér þess til að hugsanlega væri þetta lykillinn að erfðum. Þessi uppgötvun er talin ein sú þýðingarmesta í á 20. öld og er grundvöllur lífefnafræði.

Crick flutti til Bandaríkjanna á áttunda áratug síðustu aldar og bjó í La Jolla í Kalíforníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert